föstudagur, 2. nóvember 2007

Strompur 2. hluti

Núna er Strompur litli rámur og sótugur að innan. Hann vaknar svo til á hverjum morgni dapur í bragði því allir hinir stromparnir eru orðnir svo hreinir og fínir með sig því þeir menga ekki lengur loftið. Hann er svo leiður og óánægður með sig því hann er búinn að gera allt það sem í valdi hans stendur til að reyna að hætta að vera skítugur og stíflaður. Hann er búinn að lesa bækur, prófa plástra og meira að segja fara á námskeið. En allt kemur fyrir ekki. Nú eru góð ráð dýr, því jólin nálgast og Strompur vill láta sitt af mörkum með því leyfa jólasveininum að komast í gegn um sig með alla jólapakkana fyrir krakkana. Ekki vill hann heldur lenda í jólakettinum! Hvað hann gerir - vandi er um slíkt að spá!

3 ummæli:

Til að muna .. sagði...

Kæri Strompur - mundu bara að allt sem maður gerir með vondri samvisku er helmingi óhollara en annars. :) Nemlig.
En ertu annars búinn að lesa bókina um að reykja sig niður?

MLISA sagði...

Takk fyrir þessi góðu heilræði.
Ég ætti bara að halda áfram að reykja með góðri samvisku og jákvæðu hugarfari. En hvaða bók ert þú annars að tala um? Er virkilega komin ein ný á markaðinn. Eins gott- svona rétt fyrir jólin.

Til að muna .. sagði...

Nei nei - þetta er gömul bók - nokkrir vinnufélagar mínir notuðu hana með góðum árangri fyrir svona þremur árum síðan. (Kannski fjórum)