miðvikudagur, 31. október 2007

Strompur

Einu sinni var strompur, sem hét Strompur, sem vildi ekki láta þrífa sig. Hann sat á húsþaki í Vesturbænum. Strompur man fífil sinn fegurri, þegar hann lék á alls oddi með hreinan og ómengaðan reykháf. Þá gat hann spjallað og hlegið með strompunum á næstu húsþökum án þess að hósta. Hann söng líka svo fallega að hann laðaði að sér alla fuglana, sem vildu ólmir tylla sér ofan á hann. Þá sungu þeir með og dilluðu stélunum í takt við sönginn. Já, hann var sannkallaður söngstrompur.

1 ummæli:

Unknown sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.